"I've been ambassador to Finland for two years and thereby ambassador for Iceland for seven months at the same time," says Andrii Olefirov, Ambassador of Ukraine. He was in Iceland this week where he met state officials and greeted the participants of Iceland in the Eurovision Song Contest, which takes place in Ukraine in May.
He says that this arrangement has worked well, particularly as Ambassador of Iceland to Finland, Kristin Arnadottir, represent Iceland in Ukraine also. It is therefore possible to cooperate when countries need to exchange information. "It's one thing to read up on it and the other a description of news from someone you know."
Good communication key factor
Olefirov says he is lucky to have Iceland at his table, where he finds plenty of opportunities this year to strengthen ties between the two countries. "The most important thing in any relationship is when people meet and get to know each other," says Olefirov. He mentions Eurovision Song Contest, to be held at Kyiv. Olefirov says he may not expect that very many fans come from Iceland, since there are no direct flights between countries, but he hopes, however, that the most of those who will go, will come back to Iceland with a clearer vision of the Ukrainian community.
Another opportunity can come this fall, when the Ukrainian national football team visits Iceland. "I hope they get to know the hospitality of Iceland."
Can take over from the Russians
Business, however, are no less important to strengthen relations. "Last year, the trade between two countries has doubled" says Olefirov, which amounts to 70 million euros. The increase is largely due to the fact that Iceland sells more fish and fish products to Ukraine than before. To some extent it is due to the import ban of Russia, which was in retaliation for participation in sanctions against them. "But it is worth noting that Ukraine has about 45 million people and is the largest country by area in Europe, we could easily take over the role of Russia as a market for your fish," says Olefirov.
Finally ambassador mentions that he has spoken to the Ministry of Foreign Affairs about the possibility of closer cooperation when it comes to use of geothermal energy for power generation. "I do not know if many Icelanders are aware that, two years ago, our nations reached an agreement on cooperation in the energy sector and last year Iceland presented important document on how the Ukrainian market could take advantage of geothermal energy in the west of the country. Both countries may benefit from this project. Olefirov adds that it could be an important step in making Ukraine independently of energy and that Iceland could be in the forefront.
Confident that the solution found
The topic turns to Ukraine crisis, which has now lasted for over three years. Olefirov says Ukrainians are grateful for the support that Iceland has shown in recent years, both of support and participation in sanctions against Russia for the annexation of the Crimea. Olefirov says the occupation was against the agreements that existed between the two states as regards their borders. In fact, occupation of Crimea reminds 1938, when the Germans took Sudetenland from Czechoslovakia. In the 21st century relations cannot be performed in this manner.
Olefirov says he is optimistic that the dispute will be resolved shortly. Putin's goal was to marginalize Ukraine, but then only thing he has reached is to marginalize himself. "We'll get back Crimea, but it must be done legally, not by force."
Olefirov says he realizes that some Icelanders may ask themselves why they should support Ukraine, especially if it affects our exports. "My response would be to ask who Icelanders are. You belong to the western world where the values of democracy and freedom of speech dominate. I would tell you that we are defending these values when we do not allow the Russians to take over our country, "says Olefirov.”This is not just about Ukraine, but the values of democracy against those who violated those values. The value of money is less than the value of human rights, and the international law should be observed. "
„Ég hef verið sendiherra í Finnlandi nú í tvö ár og sjö mánuði, og þar með sendiherra fyrir Ísland á sama tíma,“ segir Andrii Olefirov, sendiherra Úkraínu, en hann var hér á landi í vikunni þar sem hann fundaði meðal annars með ráðamönnum og heilsaði upp á þátttakendur Íslands í Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer í Úkraínu í maí.
Hann segir að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel, sér í lagi þar sem sendiherra Íslands í Finnlandi, Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, sinni einnig forsvari Íslands í Úkraínu. Það séu því hæg heimatökin þegar ríkin þurfi að skiptast á upplýsingum. „Það er eitt að lesa sér til um hlutinn og annað að fá lýsingu á honum frá einhverjum sem þekkir til.“
Góð samskipti lykilatriði
Olefirov segir að hann sé heppinn með að hafa Ísland á sínu borði, þar sem hann telji fjölmörg tækifæri á þessu ári til þess að styrkja tengsl landanna tveggja. „Það mikilvægasta í öllum samskiptum er þegar fólk hittist og kynnist hvert öðru,“ segir Olefirov. Hann nefnir þar Eurovision-söngvakeppnina, sem haldin verði í Kænugarði, en keppnin á sér harða fylgismenn sem fari á hana. Olefirov segist kannski ekki eiga von á því að mjög margir komi frá Íslandi, þar sem ekkert beint flug sé á milli ríkjanna, en vonast þó eftir því að sem flestir sem vilji muni fara og snúi til baka til Íslands með skýrari sýn á úkraínskt samfélag.
Annað tækifæri til þess að þjóðirnar geti kynnst komi svo í haust, þegar úkraínska landsliðið heimsækir Laugardalsvöllinn en fjöldi Úkraínumanna fylgi því jafnan á útileiki. „Ég vona að þeir kynnist þá gestrisni Íslendinga.“
Getum tekið við af Rússum
Viðskipti eru þó ekki síður mikilvæg til þess að styrkja samskiptin. „Á síðasta ári tvöfölduðust viðskipti ríkjanna, jafnvel meira“, segir Olefirov en andvirði þeirra viðskipta nemur um 70 milljónum evra. Aukningin er að miklu leyti tilkomin vegna þess að Íslendingar selji mun meira af fiski og fiskafurðum til Úkraínu en áður. Að einhverju leyti sé það vegna innflutningsbanns Rússa, sem sett var í hefndarskyni fyrir þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn sér. „En þá er vert að nefna það að Úkraína telur um 45 milljónir manna og landið er hið stærsta að flatarmáli í Evrópu, við gætum auðveldlega tekið við hlutverki Rússa sem markaður fyrir fiskinn ykkar,“ segir Olefirov.
Að lokum nefnir sendiherrann að hann hafi rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um möguleikann á auknu samstarfi þegar kemur að nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu. „Ég veit ekki hvort að Íslendingum sé það almennt kunnugt, að fyrir um tveimur árum gerðu þjóðir okkar með sér samkomulag um samstarf í orkumálum og á síðasta ári kynntu Íslendingar mikilvægt skjal um það hvernig Úkraínumarkaður gæti nýtt sér jarðvarmaorku í vesturhluta landsins. Þar gætu Íslendingar fjárfest og báðar þjóðir hlotið ágóða af.“ Olefirov bætir við að það gæti orðið mikilvægt skref í að gera Úkraínu óháða öðrum um orkuframleiðslu og að Íslendingar gætu verið þar í fararbroddi.
Bjartsýnn á að lausnin finnist
Talið berst að Úkraínudeilunni, sem nú hefur staðið yfir í rúm þrjú ár. Olefirov segir Úkraínumenn þakkláta fyrir þann stuðning sem Íslendingar hafi sýnt landinu á síðustu árum bæði með stuðningsyfirlýsingum og þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússum fyrir innlimun þeirra á Krímskaganum. Olefirov segir þá aðgerð hafa verið kolólöglega með vísan til þeirra samninga sem ríktu á milli ríkjanna um landamæri þeirra. Í raun megi líkja tökunni á Krímskaga við það þegar Þjóðverjar tóku Súdetahéruðin af Tékkóslóvakíu árið 1938. Samskipti ríkja á 21. öld geti ekki farið fram með þeim hætti.
Olefirov segist bjartsýnn á að deilan muni leysast innan skamms. Markmið Pútíns hafi verið að jaðarsetja Úkraínu, en að hann hafi í raun aðeins náð að jaðarsetja sjálfan sig. „Við munum fá Krímskagann til baka, en það verður gert með löglegum hætti, ekki með hervaldi.“
Olefirov segist átta sig á því að sumir Íslendingar gætu spurt sig hvers vegna þeir ættu að styðja við Úkraínu í deilunni, sérstaklega ef það bitnar á útflutningsgreinum okkar. „Svar mitt væri að spyrja í hvernig heimi vilji Íslendingar búa? Þið tilheyrið hinum vestræna heimi og ég trúi því að flestir Íslendinga vilji búa þar áfram, þar sem gildi lýðræðis og málfrelsis, sem Ísland er þekkt fyrir, ráða ríkjum. Ég myndi segja ykkur að við erum að verja þessi gildi þegar við leyfum ekki Rússum að taka yfir landið okkar,“ segir Olefirov. „Þetta snýst ekki bara um Úkraínu heldur um gildi lýðræðisins gegn þeim sem brutu gegn þeim gildum. Verðgildi peninga er minna en þau verðmæti sem felast í vörn fyrir mannréttindi og þau alþjóðalög að landamæri ríkja eigi að halda í heiðri.“